Þjónustan
Rekstur og málefni húsfélaga krefjast bæði mikillar vandvirkni og tíma, en oftar en ekki lendir þunginn á sömu einstaklingum ár eftir ár. Þar kemur Rekstrarumsjón inn í, en við sérhæfum okkur í rekstri húsfélaga og getum þannig létt undir og tekið ábyrgð á málum sem annars lenda á íbúum fjöleignarhússins. Með þjónustu Rekstrarumsjónar er allri þjónustu húsfélagsins haldið til haga á einum stað og má þannig ná fram hagræðingu og lækka rekstrarkostnað.
Rekstrarumsjón býður viðskiptavinum sínum upp á þrjár rekstrarleiðir sem unnt er að sníða að þörfum húsfélags.
Rekstrarleið 1
Fjármál og innheimta
Rekstrarleið 2
Fundaþjónusta
Rekstrarleið 3
Full þjónusta
- Öflun verktilboða og aðstoð við mat á þeim. Aðstoð við samningagerð. Ráðgjöf varðandi fjármögnun. Umsjón með framkvæmdasjóði.
Rekstrarleið 1
Fjármál og innheimta
Rekstrarleið 2
Fundaþjónusta
Rekstrarleið 3
Full þjónusta
- Öflun verktilboða og aðstoð við mat á þeim. Aðstoð við samningagerð. Ráðgjöf varðandi fjármögnun. Umsjón með framkvæmdasjóði.
Rekstrarumsjón býður áhugasömum húsfélögum upp á það að koma og kynna þjónustu sína fyrir íbúum og stjórn á húsfundi þar sem fjölmargar spurningar og vangaveltur kunna að gera vart við sig þegar leitað er tilboða í rekstur húsfélags.
Sláðu á þráðinn eða sendu okkur fyrirspurn, við hlökkum til að heyra í þér.
Húsfundir
Stjórn húsfélags er skylt að boða til aðalfundar fyrir lok aprílmánaðar ár hvert samkvæmt lögum um fjöleignarhús. Þá getur einnig verið nauðsynlegt að boða til húsfunda þess á milli séu t.a.m. stórar framkvæmdir framundan, ágreiningur milli íbúa eða hvað eina sem upp getur komið í samfélagi fjöleignarhúsa. Með þjónustu Rekstrarumsjónar eru allar áhyggjur af undirbúningi slíkra funda, stjórnun þeirra og eftirfylgni úr sögunni og geta íbúar og stjórn húsfélagsins treyst því að framkvæmd fundanna og ákvarðanatökur á þeim séu samkvæmt lögum, reglum og venjum á sviði fjöleignarhúsa.
Meðmæli - Húsfélagaþjónusta
„Húsfélagið Kópavogsgerði 1-3 var stofnað í lok ágúst 2017 og var þá strax ákveðið að taka tilboði frá Rekstrarumsjón um þjónustu, leið 3.
Reynsla mín sem formanns húsfélagsins af þjónustu Rekstrarumsjónar eftir þetta fyrsta ár er mjög góð. Starfsmenn eru einstaklega liprir og faglegir í samskiptum. Ávallt er brugðist skjótt við beiðnum um viðvik og þegar leitað hefur verið aðstoðar eða ráðgjafar.“
„Við í húsfélaginu Eskivöllum 5 erum mjög ánægð með þá þjónustu sem við höfum fengið hjá Rekstrarumsjón. Öllum fyrirspurnum er svarað fljótt og viðmót starfsmanna og þjónustulund er til fyrirmyndar.“
“Við stofnun nýs húsfélags er margt sem þarf að hafa í huga og þá er gott að fá fagfólk sem veit nákvæmlega hvað gera skal í þeim málum. Við erum einstaklega ánægð með þjónustuna hjá Rekstrarumsjón, þau hafa verið okkur til halds og trausts, veitt góða ráðgjöf ásamt því að sjá um rekstur húsfélagsins.”
„Rekstrarumsjón hefur reynst okkur áreiðanlegur samstarfsaðili hvað varðar alla þá þjónustu og ráðgjöf sem við höfum notið. Þau fá mín bestu meðmæli.“
„Ég mæli mjög sterklega með Rekstrarumsjón því mín reynsla af þeim er mjög góð. Tóku við húsfélaginu þegar miklar framkvæmdir voru framundan. Voru mjög fagmannleg í öllu sem þessu viðkom og þeirra ráðleggingar reyndust mjög góðar. Halda vel og vendilega utan um daglegan rekstur.“
,,Rekstrarumsjón fær mína hæstu einkunn eða 10 fyrir frábæra, persónulega og faglega þjónustu. Öllum fyrirspurnum er svarað strax með réttum lausnum og aðgerðum í þágu húsfélagsins.”
“Íbúar og stjórn húsfelagsins langar að hrósa Rekstrarumsjón.
Við erum mjög ánægð með ykkar þjónustu, samskiptin til fyrirmyndar, fagleg vinnubrögð og snögg í svörun.”
Lög og reglur húsfélaga
Samkvæmt lögum eru fjöleignarhús skilgreind sem hvert það hús sem skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem bæði getur verið allra og sumra. Allir eigendur eru félagsmenn í húsfélagi viðkomandi fjöleignarhúss. Það að vera eigandi felur í sér réttindi og skyldur til þátttöku í húsfélagi, en ekki hægt að synja þátttöku eða segja sig úr húsfélagi nema með sölu á sínum eignarhluti.
Stjórn húsfélags skal kjósa á aðalfundi, en aðalfund skal halda einu sinni ár ári fyrir lok aprílmánaðar. Aðrir almennir fundir eru haldnir þegar þess er talið þörf. Stjórnin fer sameiginlega með málefni húsfélagsins milli funda og skal sjá um framkvæmd viðhalds og reksturs sameignar og önnur sameiginleg mál í samræmi við lög, samþykktir og ákvarðanir húsfunda. Stjórninni er einnig skylt að taka hvers kyns ákvarðanir er snúa að daglegum rekstri sameignar og halda utan um tekjur og gjöld húsfélagsins, innheimta hússjóðsgjöld og annan sameiginlegan kostnað. Þá skal stjórnin auk þess varðveita og ávaxta fjármuni húsfélagsins á tryggan hátt.
Stjórn húsfélags er heimilt að ráða framkvæmdastjóra sér til aðstoðar við daglegan rekstur sem og að semja við sjálfstæðan verktaka, t.d. húsfélagaþjónustu, til að annast tiltekin verkefni.