Rekstrarumsjón býður einstaklingum og lögaðilum upp á þjónustu vegna útleigu fasteigna, hvort tveggja íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Hugsunin er að auðvelda fasteignaeigendum að leigja út fasteignir sínar og takmarka vinnu þeirra í tengslum við útleiguna. Með þessu móti kemur gerð leigusamninga, áreiðanleikakannanir leigutaka, innheimta leigutekna, rekstur fasteigna, samskipti við leigutaka o.s.frv. í hlut Rekstrarumsjónar.

Þá er markmiðið einnig að takmarka það fjárhagslega tjón sem fasteignaeigandi getur orðið fyrir í þeim tilvikum sem leigutekjur skila sér seint eða alls ekki. Utanumhald með leigutekjum og eftirlit með því að leigutekjur skili sér kemur þá í hlut Rekstrarumsjónar, sem bregst þá hratt og örugglega við ef vanskil eiga sér stað. 

Starfsmenn Rekstrarumsjónar hafa fengið útgefið leyfi velferðarráðuneytisins til reksturs miðlunar með leiguhúsnæði.

Sláðu á þráðinn eða sendu okkur fyrirspurn, við hlökkum til að heyra í þér.