„Allir vinna“ – Tímabundin hækkun á endurgreiðslum VSK nú fallin niður
Í kórónuveiru faraldrinum var gripið til þeirra ráðstafana til að bregðast við efnahagsástandinu að hækka endurgreiðslu virðisaukaskatts, úr 60 % í 100%.
Þann 1.9.2022 fór endurgreiðsla vsk af vinnu á verkstað aftur niður í 60 % eins og fyrir faraldur.
Þess má geta að endurgreiðsla vegna reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis féll niður frá og með 1.7.2022.
Hleðslustöðvar bifreiðar
Á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 fæst endurgreiddur virðisaukaskattur vegna kaupa og vinnu við uppsetningu hleðslustöðva fyrir bifreiðar í eða við íbúðarhúsnæði.
https://www.skatturinn.is/atvinnurekstur/covid/vsk-endurgreidslur/