Image
Húsfélög

Þjónusta

Rekstur og málefni húsfélaga krefjast bæði mikillar vandvirkni og tíma, en oftar en ekki lendir þunginn á sömu einstaklingum ár eftir ár. Þar kemur Rekstrarumsjón inn í, en við sérhæfum okkur í rekstri húsfélaga og getum þannig létt undir með húsfélaginu með því að vinna ýmis verkefni sem annars lenda á íbúum fjöleignarhússins. 

Þar sem þarfir húsfélaga eru mismunandi býður Rekstrarumsjón viðskiptavinum sínum upp á þrjár rekstrarleiðir* sem húsfélög geta valið um. 
 
Sláðu á þráðinn eða sendu okkur fyrirspurn, við hlökkum til að heyra í þér.

 

* Eingöngu er boðið upp á rekstrarleið 3  fyrir fjöleignir með 18 eignarhlutum eða fleiri. 
Rekstrarleið 1
Fjármál og innheimta

  • Kröfur stofnaðar mánaðarlega vegna innheimtu hússjóðs- og framkvæmdagjalda, innheimtuviðvaranir sendar og innheimtu fylgt eftir. Lögveðsréttindum húsfélagsins fylgt eftir.
  • Greiðslur samþykktra reikninga.
  • Sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda.
  • Bókhald fært skv. lögum um fjöleignarhús.
  • Gerð ársreiknings með rekstrar- og efnahagsreikningi ásamt samanburðartölum, sundurliðunum og skýringum.
  • Gerð húsfélagsyfirlýsinga til fasteignasala.
Húsfélög

Samkvæmt fjöleignarhúsalögum nr. 26/1994 skal aðalfundur húsfélags haldinn fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Þá getur einnig verið nauðsynlegt að boða til almennra húsfunda þess á milli, t.d. vegna fyrirhugaðra framkvæmda, ágreinings milli íbúa eða annars sem upp getur komið.

Með þjónustu Rekstrarumsjónar eru áhyggjur af undirbúningi slíkra funda, stjórnun þeirra og eftirfylgni úr sögunni og geta íbúar og stjórn húsfélagsins treyst því að framkvæmd fundanna og ákvarðanatökur á þeim séu samkvæmt lögum, reglum og venjum á sviði fjöleignarhúsa.

Lög og reglur húsfélaga

Samkvæmt lögum eru fjöleignarhús skilgreind sem hvert það hús sem skiptist í séreignir í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem bæði getur verið allra og sumra. Allir eigendur eru félagsmenn í húsfélagi viðkomandi fjöleignarhúss. Það að vera eigandi felur í sér réttindi og skyldur til þátttöku í húsfélagi, en ekki hægt að synja þátttöku eða segja sig úr húsfélagi nema með sölu á sínum eignarhluti.

Stjórn húsfélags skal kjósa á aðalfundi, en aðalfund skal halda einu sinni ár ári fyrir lok aprílmánaðar. Aðrir almennir fundir eru haldnir þegar þess er talið þörf. Stjórnin fer sameiginlega með málefni húsfélagsins milli funda og skal sjá um framkvæmd viðhalds og reksturs sameignar og önnur sameiginleg mál í samræmi við lög, samþykktir og ákvarðanir húsfunda. Stjórninni er einnig skylt að taka hvers kyns ákvarðanir er snúa að daglegum rekstri sameignar og halda utan um tekjur og gjöld húsfélagsins, innheimta hússjóðsgjöld og annan sameiginlegan kostnað. Þá skal stjórnin auk þess varðveita og ávaxta fjármuni húsfélagsins á tryggan hátt.
Stjórn húsfélags er heimilt að ráða framkvæmdastjóra sér til aðstoðar við daglegan rekstur sem og að semja við sjálfstæðan verktaka, t.d. húsfélagaþjónustu, til að annast tiltekin verkefni.

Umsagnir